Við hjá Innrömmun Hafnarfjarðar bjóðum upp á innrömmuð hágæða veggpsjöld prentuð á vandaðan pappír. Í boði eru nokkrir litir af fallegum timbur römmum, val um svartan, hvítan, eik eða brúnan. Einnig bjóðum við uppá venjulegt gler, glampafrítt gler (70% UV vörn) eða ekkert gler.
Ef ekkert gler er valið er myndin límd á 1cm þykkt sýrufrítt foamspjald og hún síðan sett í rammann, þetta getur verið sniðug lausn fyrir myndir sem hengja á til dæmis fyrir ofan rúm en verkið er mun léttara án glersins.
Hægt er að hafa samband á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir frekari upplýsingar.
ATH. Við bjóðum ekki uppá óinnrömmuð veggspjöld.