SSkilmálar

 

Almennar upplýsingar: Netverslunin rommun.is er rekin af Kolbrúnu Maríu Ingadóttur og Gauta Sigurðssyni eigendum Innrömmun Hafnarfjarðar, Hjallahrauni 8, 220 Hafnarfirði (kt: 540212-0150, s. 555-6810, vsk númer 121307, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.).

 

Pantanir: Innrömmun Hafnarfjarðar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, varan er ekki til á lager, hætt í framleiðslu o.s.f.v. Við áskilum okkur einnig rétts til að hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

 

Verð: 24% virðisaukaskattur er innifalinn í verði vörunnar.

 

Greiðslur: Hægt er að greiða vöru með Visa, Mastercard, Visa Electron, Maestro og með millifærslu (reikningsnr. 0152-26-11146, kt. 540212-0150). Velji kaupandi að greiða með millifærslu skal það gert innan 24klst frá kaupum en berist greiðsla ekki innan þess tímaramma er pöntunin ógild. 

Öll vinnsla greiðslukorta-upplýsinga fer fram í öruggri greiðslusíðu Valitor. Innrömmun Hafnarfjarðar tekur hvorki við né geymir kreditkortaupplýsingar kaupanda.

 

Afhending vöru: Við bjóðum ekki upp á heimsending sökum þess hve brothættar vörurnar eru. Afgreiðslutími pantana er almennt 1-5 virkir dagar (á álagstímum getur afgreiðslutími lengst örlítið). Sé vara ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar eða fella niður/endurgreiða pöntun sé þess krafist. Pantanir skulu sóttar í verslun Innrömmun Hafnarfjarðar, Hjallahrauni 8, 220 Hafnarfirði á tilgreindum opnunartíma (mánudag-fimmtudag frá 10-17 og föstudaga frá 10-16). Sms er sent um leið og pöntun er tilbúin til afhendingar. Pantanir eru ekki afgreiddar fyrr en kaupandi hefur sannanlega innt greiðslu af hendi.

 

Að skipta og skila vöru: Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð, í fullkomnu lagi og í sínum upprunalegu óskemmdu umbúðum þegar henni er skilað. Við skil á vöru er miðað við upprunalegt verð hennar, nema viðkomandi vara sé á útsölu eða á sértilboði við vöruskil. Þá er miðað við verð vörunnar þann dag sem henni er skilað.

Gölluð vara: Sé vara gölluð þarf viðskiptavinur að koma með vöruna til okkar aftur og boðin er ný vara í staðinn eða honum endurgreitt að fullu ef þess sé krafist. Innrömmun Hafnarfjarðar ber fulla ábyrgð á vöru þar til hún telst afhent kaupanda. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup. 

 

Afritun: Ekki má í neinum tilfellum afrita efni af vefsíðunni.

 

Vefkökur (e. Cookies): Vefurinn notar vefkökur.

 

Veggspjöld: Litir geta verið örlítið öðruvísi á veggspjöldunum sjálfum en á skjánum þar sem litir eru mismunandi eftir tölvuskjám/símaskjám.

 

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það tekið fyrir hjá íslenskum dómstólum.