Innrömmun Hafnarfjarðar er rótgróið fyrirtæki staðsett í hjarta Hafnarfjarðar í Hjallahrauni 8. Fyrirtækið var stofnað fyrir 18 árum síðan af hjónunum Sigurði Einarssyni og Helgu Eiríksdóttur en er í dag rekið af okkur hjónunum Kolbrúnu Maríu Ingadóttur ljósmyndara og Gauta Sigurðssyni flugmanni. Við leggjum mikið uppúr persónulegri þjónustu og höfum mikla ástríðu fyrir því að ná því besta út úr fjölbreyttum verkum svo sem myndlist, ljósmyndun og handverki með fallegri innrömmun. Komdu og kíktu til okkar í spjall og við finnum réttu útfærsluna fyrir þig.